Verður þín mynd á forsíðunni?

Forsíðukeppni Icelandair Stopover

Nú blásum við til samkeppni um bestu forsíðumyndina sem um milljón farþegar munu sjá!

Tímaritið Icelandair Stopover kemur út fjórum sinnum á ári og næsta útgáfa er 1. október næstkomandi. Á forsíður Icelandair Stopover rata yfirleitt fallegar landslagsmyndir eða samsettar myndir sem sýna Ísland í fallegu ljósi, hvort heldur sem um er að ræða menningu, landslag eða hefðir.

Skilyrði þátttöku eru að þú sért einstaklingur, 18 ára eða eldri eða með staðfest leyfi forráðarmanna, myndin sé þitt eigið verk og að þú hafir fengið leyfi frá einstaklingum eða hópum sem birtast á myndinni þinni. Nánari skilmála má lesa hér.

Til mikils er að vinna, en auk forsíðumyndarinnar hlýtur sigurvegarinn 200.000 króna gjafabréf frá Icelandair.

Taktu þátt með því að fylla út formið hér fyrir neðan! Þátttökufrestur er til 1. september næstkomandi.

UM TÍMARITIÐ

Icelandair Stopover kemur út fjórum sinnum á ári: 1. janúar, 1. apríl, 1. júlí og 1. október. Hver útgáfa nær augum um milljón farþega sem koma hvaðanæva að. Blaðið verður sífellt veglegra og mikið er í það lagt hverju sinni. Að þessu sinni verður októberblaðið yfir 100 blaðsíður og eru ferðalög og íslenskar hefðir í hávegum hafðar. Hér að neðan er hægt að lesa blaðið og skoða síðustu útgáfur.

Spring 2016

Spring Stopover

Lesa meira
Winter 2016

Winter Stopover

Lesa meira
Autumn 2015

Iceland Airwaves

Lesa meira
Summer 2015

Adventures in Greenland

Lesa meira
Spring 2015

Stopover in Iceland

Lesa meira
Winter 2015

Northern Lights

Lesa meira
  • Flotinn okkar

    Icelandair og Boeing hafa átt í löngu og farsælu sambandi. Smelltu hér til þess að fræðast um flugflotann okkar.

  • Fljúgðu vel

    Þegar þú flýgur með Icelandair er margt og mikið innifalið í fargjaldinu þínu.