Upplýsingar vegna boðaðs verkfalls flugvirkja

Síðast uppfært: 10.12.2017 22:27 GMT

Samningaviðræður milli Icelandair og Flugvirkjafélags Íslands standa yfir. Vonast er til þess að samningar náist og að ekki verði röskun á flugi vegna boðaðs verkfalls 17. desember.

Þessi síða verður uppfærð með nýjustu upplýsingum um leið og þær liggja fyrir.

Ef spurningar vakna þá er hægt að hafa samband í gegnum Facebook Messenger m.me/icelandair, spjall í gegnum vefinn eða með því að hringja í síma 5050100.