Samsung Galaxy Note 7 bannaðir um borð í flugvélum Icelandair

Síðast uppfært: 20.10.2016 22:35 GMT

Í ljósi nýlegra atvika tengdum bilunum í Samsung Galaxy Note 7, og þeirri ákvörðun að innkalla símana, hefur Department of Transportation í Bandaríkjunum ákveðið að banna þessa tegund síma um borð í flugvélum. Því er ekki heimilt að hafa þá með um borð, hvorki í handfarangri né innrituðum farangri.

Farþegar sem ekki fara að þessum tilmælum og ferðast með þessi tæki til eða frá Bandaríkjanna og Kanada, verður vísað frá borði.