Gefðu frí um jólin

 

Gjafabréf - hvernig á að bóka

Til að nota gjafabréf upp í greiðslu á flugferð (eingöngu flug):

 • Gjafabréfalykilinn er færður inn á síðu í bókunarferlinu sem heitir "Greiðsluupplýsingar".  Reiturinn er neðst á síðunni.  Þar er einnig hægt að smella á "Bæta við" ef nota á fleiri en eitt gjafabréf.  Athuga að smella þarf á "Bæta við" á eftir innslætti hvers gjafabréfalykils.
 • Vinsamlegast lesið vel yfir skilmála gjafabréfa þar sem þeir geta verið mismunandi eftir tegundum gjafabréfa.
 • Beðið verður um greiðslukortaupplýsingar í ferlinu sem öryggisráðstöfun þrátt fyrir að öll ferðin sé greidd með gjafabréfum. Eftir að bókun lýkur muntu fá sendan E-miða og kvittun í tölvupósti.
 • Athugið að ekki er hægt að nýta gjafabréfið eftir að bókun er gerð, heldur er það notað um leið og bókunin er framkvæmd.
  Ef bókað er hjá sölumanni gilda reglur Icelandair um þjónustugjöld.

Til að nota gjafabréf sem greiðslu upp í pakka- eða sérferð (flug og önnur þjónusta)

 • Ferðin er bókuð og á lokasíðunni (Greiðsla) er hægt að velja að greiða ferðina með gjafabréfi. Þá er smellt á "Velja" efst á síðunni og gluggi opnast með reit fyrir veflykilinn. Ef nota á fleiri en einn veflykil þá er smellt á "Bæta gjafabréfi við". Gjafabréfið kemur til frádráttar þegar ferðaskjölin eru gefin út.

Saga Club Icelandair

 • Allar nánari upplýsingar um skilmála um  Saga Club gjafabréf má finna hér.
 • Flotinn okkar

  Icelandair og Boeing hafa átt í löngu og farsælu sambandi. Smelltu hér til þess að fræðast um flugflotann okkar.

 • Fljúgðu vel

  Þegar þú flýgur með Icelandair er margt og mikið innifalið í fargjaldinu þínu.