Icelandair Saga Club

Icelandair Saga Club

Allt sem þú þarft að vita um klúbbinn, söfnun, notkun og fríðindi

 • Öll flug í boði fyrir Vildarpunkta
 • Flug aðra leið frá 18.960 punktum
 • Matur um borð í boði fyrir punkta
 • Vörur um borð í boði fyrir punkta
 • Samstarfsaðilar um allan heim
 • Saga Gold og Silver með ótal fríðindum

Nýskráning

Svona safnarðu Vildarpunktum

Það eru þrjár megin söfnunarleiðir í Saga Club. Þú getur notað einstaka söfnunarleiðir en góð leið til að margfalda söfnunina er að blanda saman söfnunarleiðum með því að versla hjá Icelandair eða samstarfsaðilum og greiða fyrir með Kreditkorti sem safnar Vildarpunktum. Öll söfnunin fer svo inn á Saga Club reikninginn þinn.

 • Icelandair

  Þegar þú flýgur með Icelandair færðu bæði Vildarpunkta fyrir flugið og fyrir vörur og mat sem þú verslar um borð.

  Lesa meira
 • Samstarfsaðilar

  Icelandair hefur fjölmarga samstarfsaðila sem veita Vildarpunkta, þar á meðal Olís, hótel og bílaleigur.

  Lesa meira
 • Kreditkort

  Ein besta leiðin til að safna er í gegnum kreditkort sem safna Vildarpunktum af allri verslun. Mörg kort veita einnig ýmis ferðatengd fríðindi. Þú getur borið saman öll kort sem veita Vildarpunkta.

  Lesa meira

Svona notarðu Vildarpunkta

Það eru fjölmargar leiðir til að nota Vildarpunkta, bæði hjá Icelandair og samstarfsaðilum um allan heim.

 • Icelandair

  Þú getur bókað flug, notað Vildarpunkta sem hluta af greiðslu, keypt mat og vörur um borð eða millifært Vildarpunktana þína til fjölskyldu og vina.

  Lesa meira
 • Samstarfsaðilar

  Þú getur keypt gjafabréf hjá Amazon, bókað hótel eða bílaleigubíl.

  Lesa meira
 • Gott málefni

  Þú getur látið gott af þér leiða með því að láta Vildarpunktana þína ganga til Vildarbarna.

  Lesa meira

Njóttu betri aðildar

Félagar í Saga Club sem fljúga reglulega eiga möguleika á því að verða uppfærðir í Saga Silver og Saga Gold aðild og njóta þannig ótal fríðinda. Félagar safna Kortastigum fyrir áætlunarflug Icelandair, JetBlue og Alaska og hljóta við 40.000 Kortastig aðgang að Saga Silver og við 80.000 Kortastig aðild að Saga Gold. Meðal fríðinda má nefna:

Saga BlueSaga SilverSaga Gold
PrivilegesSaga BlueSaga SilverSaga Gold
Söfnun VildarpunktaInnifaliðInnifaliðInnifalið
Spennandi VildarpunktatilboðInnifaliðInnifaliðInnifalið
Fréttabréf frá IcelandairInnifaliðInnifaliðInnifalið
Uppfærsla milli farrýmaInnifalið
Félagar í Saga Silver geta beðið um uppfærslu á Economy Comfort eða Saga Class í áætlunarflugi Icelandair einu sinni á gildistíma kortsins. Lesa meira
Innifalið
Saga Class innritunInnifalið
Félögum í Saga Silver er heimilt að innrita sig á Saga Class innritunarborðum. Lesa meira
Innifalið
Félögum í Saga Gold er heimilt að innrita sig á Saga Class innritunarborðum. Lesa meira
Aðgangur að betri stofumInnifalið
Saga Silver kortið veitir aðgang að öllum betri stofum sem Icelandair er í samstarfi við nema betri stofum SAS á Norðurlöndunum. Saga Silver félagar geta heimsótt SAS Betri Stofurnar þegar þeir ferðast á Saga Class. Lesa meira
Innifalið
Félagar í Saga Gold fá aðgang að öllum betri stofum Icelandair. Lesa meira
Forgangur á biðlistaInnifalið
Saga Silver kortið veitir forgang á biðlistum hjá Icelandair. Lesa meira
Innifalið
Makakort Innifalið
Mökum félaga í Saga Silver stendur til boða að fá Saga Silver makakort fyrir 7.400 krónur. Lesa meira
Innifalið
FarangursfríðindiInnifalið
Félagar í Saga Silver hafa heimild fyrir viðbótarfarangri án endurgjalds. Lesa meira
Innifalið
AkstursþjónustaInnifalið
Saga Silver félagar sem ferðast á Saga Class eða á Economy Comfort Class fá akstur til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við áætlunarflug Icelandair fyrir aðeins 4.900 krónur hvora leið. Ferðist hjón saman greiðast aðeins 2.500 krónur fyrir maka með gilt makakort. Lesa meira
Innifalið
TöskuspjöldInnifalið
Allir korthafar Saga Silver fá tvö töskuspjöld til að auðkenna töskur sínar. Lesa meira
Innifalið
Allir korthafar Saga Gold fá tvö töskuspjöld til að auðkenna töskur sínar. Lesa meira
BílahótelInnifaliðInnifalið
BílastæðiInnifalið
Aðgangur að Interneti um borðInnifalið
Félagar í Saga Gold fá aðgang að Interneti um borð án endurgjalds í þeim vélum þar sem Internet tenging er í boði. Lesa meira
Icelandair GolfersInnifalið
Aðalkortahöfum í Saga Gold býðst frí aðild að Icelandair Golfers. Lesa meira

Þekkirðu muninn á Vildarpunktum og Kortastigum?

Félagar í Icelandair Saga Club safna bæði Vildarpunktum og Kortastigum.
Munurinn er einfaldur.

Vildarpunktar eru til að nota

Vildarpunktum safna félagar hjá Icelandair og hjá samstarfsaðilum okkar um allan heim. Vildarpunktana geta félagar svo notað til kaupa á vörum og þjónustu hjá Icelandair og samstarfsaðilum um allan heim.

Kortastig eru til að njóta

Kortastig safnast aðeins fyrir flug með Icelandair. Kortastigin segja til um hvers konar aðild félaginn á rétt á og þar með hvaða fríðindi hann nýtur. Þegar félagar hafa náð 40.000 Kortastigum fá þeir Saga Silver aðild og þegar þeir hafa náð 80.000 Kortastigum fá þeir Saga Gold aðild. 

Sagakort og Sagakortsnúmer

Sagakort

Sagakortsnúmerið

Sagakortsnúmerið þitt er auðkenni þitt innan klúbbsins. Þú notar það til að safna Vildarpunktum fyrir flug hjá Icelandair og þegar þú verslar hjá samstarfsaðilum. Við sendum þér númerið við nýskráningu og er það yfirleitt það sama og kennitalan þín.

Sagakortið

Um leið og fyrstu Vildarpunktarnir fyrir flug með Icelandair eru skráðir á Saga Club reikninginn þinn sendum við þér Sagakort. Þú getur notað það til að versla með og safna Vildarpunktum um borð. Þú getur líka pantað nýtt fyrir 500 krónur.

Panta Sagakort

Saga Club reikningurinn þinn

Um leið og þú skráir þig í Saga Club velur þú þér aðgangsorð. Þau getur þú notað til að fara inn á þinn persónulega Saga Club reikning. Á honum getur þú meðal annars:

 • Bókað flug fyrir Vildarpunkta
 • Bókað hótel og bíl fyrir Vildarpunkta
 • Keypt þér Saga Club gjafabréf
 • Skoðað Vildarpunktayfirlitið þitt
 • Millifært og gefið Vildarpunkta
Skráðu þig inn

Sagakort

Sækja um Saga Club aðild

Nýskráning í Saga Club
Svæðið er óútfyllt
Ertu með íslenska kennitölu?
Lykilorð verður að vera amk 10 stafir og innihalda tölustaf, há- og lágstaf.