Bóka Vildarferð

Til að bóka flug fyrir Vildarpunkta þurfa félagar að fara inn á www.sagaclub.is og skrá sig inn með notendanafni og lykilorði. Einnig er hægt að bóka hjá þjónustuveri okkar í síma 50 50 100 gegn 3.600 króna þjónustugjaldi.

Afgreiðsla Vildarbókunar

Vildarbókun fer í sjálfvirka úrvinnslu og tölvupóstur með e-miða er sendur á netfangið sem gefið var upp við bókun. Ef ekki fæst heimild fyrir punktum eða greiðslu skatta á greiðslukorti er tölvupóstur sendur þar sem tilkynnt er um af hverju bókunin gekk ekki í gegn og hún felld niður. Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Kortatig.

Ákveðin lönd innan áætlanakerfis Icelandair krefjast farþegaupplýsinga fyrir allar brottfarir.  Þau eru Bandaríkin, Kanada, Bretland og Rússland.
Vinsamlega kynnið ykkur reglur um vegabréfsáritanir, API, APIS og ESTA.

Ferð þarf að hefjast á Íslandi.

Farrými:
Almennt farrými. Fargjald Economy Special.

Lágmarksdvöl:
 Þegar ferðast er báðar leiðir er lágmarksdvöl aðfaranótt sunnudags.

Hámarksdvöl: Einn mánuður innan gildistíma tilboðs.

Skattar og aðrar greiðslur

Korthafi greiðir flugvallarskatta og hluta af eldsneytisgjaldi þegar Vildarferð er bókuð. Hluti af eldsneytisgjaldi er inn í Vildarpunktaverði. Upphæðirnar koma fram í bókunarferlinu og eru háðar gengi.

Þjónustugjald

3.600 krónur fyrir hvern farþega ef bókað er hjá Þjónustuveri Icelandair.

Gildistími

Farseðill gildir í eitt ár frá útgáfu. Breytingar eru leyfðar upp í gildandi fargjald eftir að sölu á tilboði lýkur.

Breytingar

Leyfilegt er að breyta Vildarfargjöldum innan gildistíma farseðla. Breytingargjald er kr. 13.000 eða 15.000 Vildarpunktar. Farþegi greiðir breytingargjald og Vildarpunktamismun upp í gildandi fargjald. Sama breytingargjald er fyrir fullorðins og barnamiða. Aldrei er hægt að breyta nafni farþega á Vildarmiða.
Ef breytt er í dýrara fargjald, er greiddur Vildarpunktamismunur, auk skattamismunar vegna gengis og breytinga á eldsneytisgjaldi ef við á

Tilboðsverð eru eingöngu í boði þá daga sem tilboð er í sölu og er auglýst með hverju tilboði.

Afbókanir og endurgreiðslur

Á tilboðsferðum er engin endurgreiðsla af Vildarfargjaldi né eldsneytisgjaldi. Skattar að frádregnum þjónustugjöldum eru endurgreiðanlegir.

Forfallagjald / Endurgreiðsla

Farþegum býðst að kaupa forfallagjald um leið og ferð er bókuð. Farþegum er ráðlagt að kynna sér skilmála forfallagjalds.
Forfallatrygging er innifalin hjá ákveðnum kreditkortum. Farþegum er ráðlagt að kynna sér forfallatryggingar á kreditkortum sínum.

Ef forfallagjald er keypt á Félagamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Félagamiðann.

Félagamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. Ef gildistími Félagamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar.

Barnaafsláttur

90% afsláttur fyrir ungbörn, 0 - 2ja ára, annars enginn barnaafsláttur. Eingöngu er hægt að bóka ungbörn hjá sölumönnum Icelandair í síma 50 50 100. Ekkert þjónustugjald er á ungbarnabókunum.

Takmarkað sætaframboð.

Kaup á Vildarpunktum

Til að kaupa Vildarpunkta þurfa félagar að skrá sig inn með aðgangsorði og lykilorði. Vinsamlegast athugið að það geta liðið allt að 24 tímar þangað til punktarnir birtast á Vildarreikningi viðkomandi. Þjónustugjald er innheimt fyrir hverja færslu.

Vinsamlega athugið: Nota verður farmiðann í réttri röð. Ef flug er ekki nýtt er öll bókunin afturkölluð og farseðillinn ógildur.

Félagamiði American Express: Gildir með tilboðsferðum Saga Club.

Vildarferð tengist ekki fargjöldum með öðrum flugfélögum.
Óheimilt er að selja Vildarferðir. Icelandair áskilur sér rétt til að gera Vildarferð upptæka komi í ljós að hún hafi verið misnotuð. Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Kortastig.

Fyrir skilmála almennra Vildarferða smelltu hér.