Play Video

Punktar og Peningar

Notaðu Vildarpunktana þína sem greiðsluvalmöguleika

Nú getur þú notað Vildarpunkta sem hluta af greiðslu fyrir hvaða flugfargjald sem er. Breyttu punktunum þínum í ævintýri!

 • Hvaða punktaupphæð sem er

  Þú getur notað hvaða upphæð sem er þegar þú bókar, sama hversu marga Vildarpunkta þú átt.

 • Borgaðu fyrir allt fargjaldið

  Þú getur borgað með punktum fyrir allt fargjaldið, einnig skatta og gjöld.

 • Safnaðu punktum þegar þú notar punkta

  Þú safnar punktum fyrir ferðina, þó að ferðin sé greidd með punktum

 • Hvaða flug og sæti sem er, hvenær sem er

  Þú getur notað Vildarpunktana þína í allar ferðir Icelandair, njóttu strax í dag!

Algengar spurningar

Hvað eru Punktar og peningar?

Punktar og peningar er greiðsluvalmöguleiki sem gerir Saga Club félögum kleift að nota Vildarpunkta sem greiðslu fyrir flug til allra áfangastaða Icelandair, ýmist að fullu eða að hluta með því að blanda saman punktum og annarri greiðsluleið.

Hver er munurinn á Punktum og peningum og svo Vildarferðum?

Punktar og peningar er greiðsluvalmöguleiki sem gerir Saga Club félögum kleift að nota Vildarpunkta til að greiða fyrir flug, eldsneyti, skatta og önnur ófrávíkjanleg gjöld til allra áfangastaða Icelandair. Með þessari greiðsluleið býðst félögum því meiri sveigjanleiki og aukið framboð. Vildarferðir eru með fast punktaverð. Skattar og hluti af eldsneyti eru utan punktaverðs og greiðast því sérstaklega með kreditkorti. Vildarferðum kann að fylgja betra punktaverð en framboð er takmarkað.

Get ég bókað hvaða áfangastað sem er með Punktum og peningum?

Já, Saga Club félagar geta nýtt sér greiðsluleið Punkta og peninga til allra áfangastaða Icelandair, á þeim tímum sem Icelandair flýgur til þeirra. Ekki er hægt að nýta Punkta og peninga sem greiðslu til áfangastaða samstarfsflugfélaga Icelandair.

Get ég greitt fyrir viðbótarþjónustu með Vildarpunktum?

Ekki er hægt að nota Vildarpunkta til að greiða fyrir viðbótarþjónustu, líkt og aukna farangursheimild, forfallagjald og fyrirframgreiddar máltíðir, en hægt er að greiða fyrir slíka þjónustu með öðrum greiðsluleiðum.

Nánar hér