Saga Club Icelandair use points for flights

Þú safnar Vildarpunktum hjá Icelandair

Það margborgar sig að fljúga með Icelandair og gerast félagi í Saga Club. Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum fyrir öll áætlunarflug Icelandair sem þeir fljúga og safna einnig Vildarpunktum þegar þeir nota Vildarpunkta í gegnum Punktar og peningar greiðsluleiðina sem er í bókunarvélinni. Hér er allt sem þú þarft að vita:

  • Félagar safna frá 1.500 til 13.500 Vildarpunktum fyrir hvern fluglegg og fer söfnun eftir áfangastað og því fargjaldi sem er keypt. Þú getur reiknað fjölda Vildarpunkta hér að ofan.
  • Vildarpunktar gilda í fjögur ár. Fyrir Vildarpunkta geturðu keypt flug, hótel, bílaleigubíl, keypt varning um borð og margt fleira.
  • Félagar í Saga Club fá Vildarpunkta fyrir þau flug sem þeir fljúga sjálfir og eru Vildarpunktar skráðir á reikning félagans eftir að hann flýgur.
  • Punktar ættu að færast á Saga Club reikning innan tveggja sólarhringa eftir flug.
  • Ekki eru veittir Vildarpunktar né Kortastig fyrir Vildarferðir.
Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmer við bókun svo Vildarpunktar skili sér á Saga Club reikning viðkomandi.

Smelltu til að bóka flug 

 

Þú safnar líka Kortastigum

Félagar safna einnig Kortastigum fyrir áætlunarflug Icelandair en Kortastigin segja til um hvort þú fáir aðild að Saga Gold eða Saga Silver. Kortastigin gilda í 12 mánuði. Félagar fá jafnmörg Kortastig og Vildarpunkta fyrir flug hjá Icelandair. 

Gleymdirðu að skrá Sagakortsnúmerið í bókun?

Hafir þú gleymt að skrá Sagakortsnúmerið í bókun er lítið mál að gera það eftir á. Sem félagi í Icelandair Saga Club getur þú skráð flug með Icelandair allt að 12 mánuði aftur í tímann.

Smelltu hér til að skrá flug

Annað sem gott er að hafa í huga

*Athugið að ekki er hægt að uppfæra SPECIAL og ECON fargjöld fyrir Vildarpunkta.

Þar sem Saga Club og SAS EuroBonus eru ekki í samstarfi gildir eftirfarandi punktagjöf ekki fyrir sammerkt flug flugfélaganna. (codeshare flug)

Icelandair flug merkt SAS flugnúmeri (t.d. SK 6150) á áætlunarleiðum Icelandair gefa hvorki Vildarpunkta né Kortastig hjá Saga Club. Sama á við um flug merkt FI flugnúmeri á áætlunarleiðum SAS, þ.e. félagar í Saga Club fá hvorki Vildarpunkta né Kortastig hjá Icelandair fyrir slík flug.