Icelandair-onboard (55).jpg

Ef þig vantar Vildarpunkta inn á reikninginn þinn, til dæmis fyrir Vildarferð eða hótelgistingu þá er þetta rétta leiðin fyrir þig. Hver félagi getur keypt allt að 100.000 Vildarpunkta á ári hverju. Mest er hægt að kaupa 50.000 Vildarpunkta í einu. 

Ert þú að leita að gjöf fyrir vin eða ættingja? Þú getur keypt Vildarpunkta og gefið hvaða félaga Saga Club sem er. Hægt er að gefa allt að 100.000 Vildarpunkta á ári. Mest er hægt að gefa 50.000 Vildarpunkta í einu. Vildarpunktagjöf er hin fullkomna gjöf fyrir ferðalanginn í fjölskyldunni þinni.

Félagar í Saga Club geta millifært af Saga Club reikningi sínum yfir á reikning annars Saga Club félaga að hámarki 150.000 Vildarpunkta á ári hverju. Engin takmörkun er á fjölda færslna. 
Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við að hámarki 100.000 punkta í hverri færslu.Félagar geta fengið millifært á sinn Saga Club reikning, frá öðrum Saga Club félaga, 150.000 Vildarpunkta á ári. Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við 100.000 punkta hámark í hverri færslu.

Verð fyrir hverja millifærslu er 1.000 krónur.