points.jpg

Má bjóða þér gjafabréf frá Amazon.com, Target eða Best Buy?

Icelandair Saga Club er í samstarfi við fyrirtækið Points.com sem býður upp á fullt af frábærum leiðum til að nýta Vildarpunkta.

Það eina sem Saga Club félagar þurfa að gera er að skrá sig sem félaga inn á síðum Points.com og þá opnast heill heimur af punktamöguleikum.

Skráning á Points.com

  1. Félagar byrja á því að skrá sig á heimasíðu Points.com. Skiptir ekki máli hvort notaðir eru íslenskir stafir í nafni eða ekki en nafn félaga þarf að vera skráð eins á síðum Icelandair og á síðum Points. Points leiðir notanda áfram í þessari skráningu.
  2. Eftir að félagar hafa lokið við að skrá sig hjá Points þurfa þeir að tengja Saga Club reikninginn sinn við Points reikninginn og það er gert með því að skrá Sagakortsnúmer ásamt lykilorði sem er notað inn á síður Icelandair. Allar nánari leiðbeiningar er að finna inn á heimasíðu Points.com.

Hægt er kaupa Gjafabréf á Points.com fyrir að hámarki 280.000 Vildarpunkta á ári og takmarkast hver kaup við 70.000 Vildarpunkta. 

Amazon.com.
Félagar geta valið að kaupa sér gjafabréf hjá Amazon fyrir Vildarpunkta. Þessi gjafabréf eru rafræn og eru send í tölvupósti á netfang viðtakanda. Öll kaup á gjafabréfum fara fram á heimasíðu Points.com. Eftir að gjafabréf hefur borist er hægt að versla fyrir það á heimasíðu Amazon. Amazon sendir flestar bækur og DVD heim til Íslands annars takmarkast sendingar við heimilisfang í Bandaríkjunum og Kanada.

Önnur gjafabréf
Allar upplýsingar um önnur gjafabréf t.d. Target, Best Buy o.fl. er að finna á heimasíðu Points.com

Athugið að með notkun á þjónustu hjá Points.com samþykkir notandi þær reglur og skilmála sem Points.com setur.