Icelandair-onboard (12).jpg

Saga Club félagar geta notað Vildarpunkta til að uppfæra sig frá Economy Flex farrými upp á Economy Comfort eða frá Economy Comfort upp á Saga Class og þannig notið aukinnar þjónustu þegar þeir fljúga um heimsins höf.

Þegar uppfært er fyrir punkta á milli farrýma nýtur þú þess þjónustuauka sem Economy Comfort eða Saga Class hafa upp á að bjóða. Þeir skilmálar sem gilda um fargjaldið sem greitt var fyrir haldast óbreyttir. Punktasöfnun miðast áfram við það fargjald sem greitt var fyrir. Barnaafsláttur er ekki veittur af uppfærslu milli farrýma. Engir punktar eru greiddir fyrir ungabarn sem situr í fangi samferðamanns.

Eingöngu er hægt að uppfæra farseðla, sem eru Icelandair flugfarseðlar og með númeri sem byrjar á 108. 

Svona uppfærir þú fyrir Vildarpunkta

 • 1. Bókaðu Economy Flex eða Economy Comfort flug á netinu eða gegnum þjónustuver Icelandair 
 • 2. Passaðu að þú eigir næga Vildarpunkta fyrir uppfærslunni
 • 3. Hafðu samband við Þjónustuver Icelandair og pantaðu uppfærslu fyrir Vildarpunkta. 

Það sem þú þarft að vita:                                                    

 • Ekki er hægt að uppfæra Vildarmiða fyrir Vildarpunkta
 • Uppfærslur fyrir Vildarpunkta frá Economy Class Special, Economy Class og Economy Comfort Special eru ekki leyfðar.
 • Uppfært er fyrir Vildarpunkta á næsta farrými fyrir ofan. Ekki er því hægt að uppfæra beint frá Economy Flex upp á Saga Class.
 • Hópafargjöld eru bókuð á Economy Class og því ekki uppfæranleg fyrir Vildarpunkta.
 • Eftir að punktar hafa verið teknir út af Saga Club reikningi þá fást þeir ekki endurgreiddir. Korthafi getur sótt um uppfærslu fyrir hluta ferðarinnar t.d. aðra leiðina. 
 • Ekki er hægt að breyta uppfærslunni aftur í punkta. 
 • Barnaafsláttur er ekki veittur af uppfærslu milli farrýma.
 • Takmarkað sætaframboð
 • Þjónustugjald er 3.600 krónur á farþega.

 

Reiknivél fyrir uppfærslu

Báðar leiðirAðra leið

Vildarpunktar: