Kaupa Vildarpunkta

Hér fyrir neðan getur þú keypt Vildarpunkta inn á þinn eigin reikning eða þú getur keypt Vildarpunkta og gefið öðrum og millifært Vildarpunkta á milli reikninga. 

  • Færslugjald sem er 2.000 kr. er innheimt fyrir hverja færslu. 
  • Gott er að kynna sér verð á flugferðum og hótelgistingu áður en Vildarpunktar eru keyptir. 
  • Vinsamlegast athugið að það geta liðið allt að 24 tímar þangað til punktarnir birtast á Vildarreikningi viðkomandi. 

Kaupa Vildarpunkta fyrir sjálfan mig

Ef þig vantar Vildarpunkta inn á reikninginn þinn, til dæmis fyrir Vildarferð eða hótelgistingu þá er þetta rétta leiðin fyrir þig. Hver félagi getur keypt allt að 100.000 Vildarpunkta á ári hverju. Mest er hægt að kaupa 50.000 Vildarpunkta í einu. 

Kaupa Vildarpunkta til að gefa öðrum

Ert þú að leita að gjöf fyrir vin eða ættingja? Þú getur keypt Vildarpunkta og gefið hvaða félaga Saga Club sem er. Hægt er að gefa allt að 100.000 Vildarpunkta á ári. Mest er hægt að gefa 50.000 Vildarpunkta í einu. Vildarpunktagjöf er hin fullkomna gjöf fyrir ferðalanginn í fjölskyldunni þinni 

Millifæra Vildarpunkta á milli reikninga 

Félagar í Saga Club geta millifært af Saga Club reikningi sínum yfir á reikning annars Saga Club félaga að hámarki 150.000 Vildarpunkta á ári hverju. Engin takmörkun er á fjölda færslna. Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við að hámarki 100.000 punkta í hverri færslu. Félagar geta fengið millifært á sinn Saga Club reikning, frá öðrum Saga Club félaga, 150.000 Vildarpunkta á ári. Millifærsla Vildarpunkta takmarkast við 100.000 punkta hámark í hverri færslu.

Verð fyrir hverja millifærslu er 1.000 krónur. 

Gerðu enn meira fyrir Vildarpunktana þína 

Félagar sem skrá sig á Points.com geta meðal annars breytt Vildarpunktum í gjafabréf hjá Amazon eða flutt Vildarpunkta á milli Vildarkerfa. Þú getur skráð þig hér. 
hér: https://www.points.com/home/

You need to be logged in on your account to use this feature.