03.02.2017 11:24

Kæri félagi,

Icelandair Saga Club hefur boðið félögum Saga Gold og Saga Silver upp á þjónustu Bílahótels ehf. á sérkjörum þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair. Isavia hefur nú sagt upp samningi við Bílahótel ehf. og missir Bílahótel við það aðstöðu sína við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli.
Í framhaldi af því stendur þjónusta Bílahótels korthöfum okkar því miður ekki lengur til boða.
Við biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þessar breytingar kunna að valda.