06.01.2017 11:03

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hverja hótelgistingu 

Hvort sem þú ert að leita af litlu sætu hóteli í fjallshlíðum eða notalegum strákofa við ströndina, þá finnur þú þinn gististað á hótelleit Icelandair í boði Booking.com.

Félagar í Icelandair Saga Club safna Vildarpunktum þegar þeir bóka hótel í gegnum hótelleit Icelandair og þar að baki stendur Booking.com sem er leiðandi á heimsvísu í gistimöguleikum á netinu.

Fyrir hverja evru sem þú greiðir færðu 2 Vildarpunkta sem verða skráðir á Saga Club reikninginn þinn um 60 dögum eftir dvölina. 

Þetta er svona einfalt:

  • Farðu inn á hótelleit Icelandair
  • Veldu áfangastað og skoðaðu hótelframboð
  • Skráðu Sagakortsnúmerið þitt í bókunina í skrefi 3
  • Kláraðu bókunina og njóttu Vildarpunktanna þinna

 

 

 

 

Ef Vildarpunktar fyrir gistingu sem bókuð er á hótelleit Icelandair skila sér ekki á Saga Club reikninginn þinn, vinsamlega sendu afrit af bókuninni á sagaclub@icelandair.is. Vinsamlegast athugið að fjöldi Vildarpunkta sem safnast fyrir hótelbókun eru reiknaðir í evrum og miðast þess vegna við upphæð hótelbókunar í evrum.