02.05.2017 15:08

Tvöfaldir Vildarpunktar þegar flogið er með JetBlue til 7. júlí 

Icelandair kynnir með stolti viðtækara samstarf við JetBlue, félögin hafa samið sín á milli um samstarf í punktasöfnun. Það felur meðal annars í sér að félagar í Icelandair Saga Club geta nú safnað Vildarpunktum og Kortastigum á öllum flugleiðum JetBlue og á sama hátt geta félagar í TrueBlue fríðindaklúbbi JetBlue safnað punktum á öllum flugleiðum Icelandair. Icelandair fagnar samstarfinu með JetBlue með tvöföldum Vildarpunktum ef félagar fljúga fyrir 7. júlí.

Það eina sem þú þarft að muna er að setja inn Sagakortsnúmerið þitt þegar þú bókar flug með JetBlue og njóta punktanna þinna. 

Undanfarin fimm ár hafa JetBlue og Icelandair átt samstarf um gagnkvæma farseðlaútgáfu á flugleiðum og með samkenndum (codeshare) flugum. Punktasamstarfið opnar mikla möguleika þegar kemur að tengiflugum í Norður Ameríku og gefur Saga Club félögum kost á því að safna Vildarpunktum alla leið. 

Icelandair Saga Club félagar safna bæði Vildarpunktum og Kortastigum í Saga Club fyrir flug með JetBlue. Saga Silver félagar fá 10% álag á Kortastigin og Saga Gold félagar fá 20% álag á Kortastigin.

Í bókunarvél Icelandair er fellistika þar sem hægt er að velja hjá hvaða flugfélagi þú vilt safna. Félagar í Saga Club safna Vildarpunktum og Kortastigum sem hér segir þegar þeir fljúga með JetBlue:

  Economy Economy Y First
Leið styttri en 800 mílur 500 500  625 
Leið frá 801 - 1200 mílum 600 1200 1500 
Leið frá 1201 mílum eða meira 700 1400 1750 

Athugið að Vildarpunktar safnast ekki ef flogið er á eftirtöldum bókunarklössum hjá JetBlue: X, T, N, ZCERT.

  • Nauðsynlegt er að skrá Sagakortsnúmerið í bókun til að Vildarpunktar safnist fyrir flugið.
  • Reikna má með að allt að 2 vikur líði frá því að flogið er þar til Vildarpunktar birtast á punktayfirliti Saga Club félaga.