02.05.2017 09:46

Aðgangseyrir aðeins 1.100 kr fyrir Saga Club félaga

Nú geta félagar í Icelandair Saga Club styrkt Vildarbörn með heimsókn til heilsulindarinnar Laugarvatn Fontana allan maí. Venjulegt gjald að Laugarvatn Fontana er 3.800 krónur en félagar í Saga Club greiða aðeins 1.100 krónur og rennur sú upphæð óskipt til Vildarbarna. Einnig er hægt að borga upphæð að eigin vali sem rennur óskipt til Vildarbarna. 

Þetta er svona einfalt:

  • Þú framvísar Sagakortinu þínu eða kreditkorti merktu Icelandair fyrir sérstakan aðgangseyri
  • Þú nýtur þín í Laugarvatn Fontana 

Verðskrá:

  • Almennt gjald er 3.800 kr en Saga Club félagar greiða aðeins 1.100 kr
  • Einnig er hægt að borga upphæð að eigin vali sem rennur óskipt til Vildarbarna
  • Frítt er fyrir börn 12 ára og yngri í fylgd með fullorðnum
  • Tilboðið gildir dagana 1. maí til og með 31. maíl 2017. 

Vildarbörn styðja við langveik börn og börn sem búa við sérstakar aðstæður. Markmið Vildarbarna er að aðstoða börn og fjölskyldur þeirra til að ferðast sem ekki eiga möguleika á því að öðrum kosti. Veitt er úr sjóðnum tvisvar á ári, á sumardaginn fyrsta og fyrsta vetrardag.

 

Nánar um Vildarbörn

 

 

Kynntu þér Laugarvatn Fontana