Félagar í Saga Club sem fljúga reglulega í áætlunarflugi með Icelandair eiga möguleika á því að verða uppfærðir í Saga Silver og Saga Gold og njóta allra þeirra fríðinda sem aðildin veitir.

Félagar í Saga Gold fá 20% álag á Kortastig og félagar í Saga Silver fá 10% álag á Kortastig sem auðveldar þeim að halda kortunum sínum. Félagar sem safna 40.000 Kortastigum á 12 mánaða tímabili eru sjálfkrafa uppfærðir í Saga Silver og félagar sem safna 80.000 Kortastigum á 12 mánaða tímabili eru sjálfkrafa uppfærðir í Saga Gold.

Hafi Saga Silver korthafi náð 30.000 Kortastigum í lok 12 mánaða gildistíma kortsins fær hann Saga Silver kortið endurnýjað í eitt ár. Hafi Saga Gold korthafi náð 70.000 Kortastigum í lok 12 mánaða gildistíma kortsins fær hann Saga Gold kortið endurnýjað í eitt ár.

Saga BlueSaga SilverSaga Gold
PrivilegesSaga BlueSaga SilverSaga Gold
Söfnun VildarpunktaInnifaliðInnifaliðInnifalið
Spennandi VildarpunktatilboðInnifaliðInnifaliðInnifalið
Fréttabréf frá IcelandairInnifaliðInnifaliðInnifalið
Uppfærsla milli farrýmaInnifalið
Félagar í Saga Silver geta beðið um uppfærslu á Economy Comfort eða Saga Class í áætlunarflugi Icelandair einu sinni á gildistíma kortsins. Lesa meira
Innifalið
Uppfærsla Lesa meira
Saga Class innritunInnifalið
Félögum í Saga Silver er heimilt að innrita sig á Saga Class innritunarborðum. Lesa meira
Innifalið
Félögum í Saga Gold er heimilt að innrita sig á Saga Class innritunarborðum. Lesa meira
Aðgangur að betri stofumInnifalið
Saga Silver kortið veitir aðgang að öllum betri stofum sem Icelandair er í samstarfi við nema betri stofum SAS á Norðurlöndunum. Saga Silver félagar geta heimsótt SAS Betri Stofurnar þegar þeir ferðast á Saga Class. Lesa meira
Innifalið
Félagar í Saga Gold fá aðgang að öllum betri stofum Icelandair. Lesa meira
Forgangur á biðlistaInnifalið
Saga Silver kortið veitir forgang á biðlistum hjá Icelandair. Lesa meira
Innifalið
Makakort Innifalið
Mökum félaga í Saga Silver stendur til boða að fá Saga Silver makakort fyrir 7.400 krónur. Lesa meira
Innifalið
FarangursfríðindiInnifalið
Félagar í Saga Silver hafa heimild fyrir viðbótarfarangri án endurgjalds. Lesa meira
Innifalið
AkstursþjónustaInnifalið
Saga Silver félagar sem ferðast á Saga Class eða á Economy Comfort Class fá akstur til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við áætlunarflug Icelandair fyrir aðeins 4.900 krónur hvora leið. Ferðist hjón saman greiðast aðeins 2.500 krónur fyrir maka með gilt makakort. Lesa meira
Innifalið
TöskuspjöldInnifalið
Allir korthafar Saga Silver fá tvö töskuspjöld til að auðkenna töskur sínar. Lesa meira
Innifalið
Allir korthafar Saga Gold fá tvö töskuspjöld til að auðkenna töskur sínar. Lesa meira
BílastæðiInnifalið
Aðgangur að Interneti um borðInnifalið
Félagar í Saga Gold fá aðgang að Interneti um borð án endurgjalds í þeim vélum þar sem Internet tenging er í boði. Lesa meira
Icelandair GolfersInnifalið
Aðalkortahöfum í Saga Gold býðst frí aðild að Icelandair Golfers. Lesa meira