Icelandair-onboard (54).jpg

Uppfærsla milli farrýma hjá Saga Gold félögum

Gegn framvísun Saga Gold kortsins geta Saga Gold félagar beðið um uppfærslu á Saga Class eða Economy Comfort í áætlunarflugi Icelandair þegar því verður við komið. Slík uppfærsla á sér stað í Saga Lounge Keflavík fyrir farþega sem ferðast frá Íslandi en á áfangastöðum utan Íslands getur uppfærslan átt sér stað við innritun ef pláss leyfir og er oftast framkvæmd við brottfararhlið.

Mikilvægt að hafa í huga

  • Við uppfærslu er aðeins uppfært upp um eitt farrými (Economy Class upp á Economy Comfort og Economy Comfort upp á Saga Class).
  • Uppfærslur eru ekki framkvæmdar um borð.
  • Þegar uppfært er á milli farrýma nýtur þú þess þjónustuauka sem farrýmið sem uppfært er á hefur upp á að bjóða. Þeir skilmálar sem gilda um fargjaldið sem greitt var fyrir upphafalega haldast óbreyttir. Punktasöfnun miðast einnig við það fargjald. 
  • Saga Gold maki nýtur einnig uppfærslu fríðinda þegar hann ferðast með Icelandair.
  • Mikilvægt er fyrir Saga Gold korthafa að gefa upp Sagakortsnúmer við bókun.
  • Uppfærslan gildir einnig þegar ferðast er á Vildarmiðum.
  • Ekki er hægt að panta uppfærslu fyrirfram við bókun á söluskrifstofum Icelandair.
  • Vinsamlegast athugið að Saga Gold fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.