Baggage

Njóttu farangursfríðinda

Félagar í Saga Gold geta ávallt ferðast með eina innritaða tösku án endurgjalds, hvort sem ferðast er innan Evrópu eða Norður Ameríku, og miðast þyngd töskunnar við það farrými sem ferðast er á. Saga Gold félagi getur því haft með sér allt að þrjár töskur þegar hann ferðast með Icelandair. Til þess að nýta farangursfríðindin er nauðsynlegt að framvísa gildu Saga Gold korti og taka fram að óskað sé eftir farangursheimild við innritun í flug.

Taflan hér að neðan sýnir þá heildarfarangursheimild sem þú nýtur sem Saga Gold félagi

  Economy Light Economy Standard Economy Flex Economy Comfort Saga Class
Innritaður farangur 1x23 kg 2x23 kg 2x23 kg 3x23 kg 3x32 kg
Handfarangur 1x10 kg 1x10 kg 1x10 kg 2x10 kg 2x10 kg

Vinsamlegast athugið að farangursheimild er einungis í gildi á þeim hluta leiðarinnar sem flogið er með Icelandair. Saga Gold fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.