Icelandair býður mökum félaga í Saga Gold makakort þeim að kostnaðarlausu, sé viðkomandi giftur/kvæntur eða í staðfestri sambúð skv.þjóðskrá. 

Saga Gold makakortinu fylgja ýmis fríðindi svo sem frí uppfærsla þegar því verður við komið. Aðeins er uppfært upp um eitt farrými Economy Class upp á Economy Comfort og Economy Comfort upp á Saga Class. Einnig veitir kortið forgang á biðlista, auka farangursheimild, aðgang að Betri stofum og sérkjör á bílageymslu og þrifum hjá Bílahóteli við Leifsstöð.

Gildistími makakortsins er sá sami og gildistími aðalkorts. Hægt er að sækja um makakort með því að senda tölupóst á sagaclub@icelandair.is eða í síma 5050-100.