Aðalkorthöfum í Saga Gold er boðin tveggja nátta hótelgisting á gildistíma kortsins án endurgjalds á 39 völdum Radisson Blu og Park Inn hótelum í Evrópu. Hér getur þú skoðað lista yfir hótelin í Evrópu (PDF) Þessi fríðindi eru einnig í boði á Radisson hótelum í Bandaríkjunum. Nánar um þau hótel hér www.radisson.com.

Farþegar gætu þurft að greiða tilfallandi skatta allt frá 10 upp í 50 USD fyrir hverja gistinótt á hótelunum sjálfum. Gjaldið er mjög mismunandi efir fylkjum og borgum.

Þessi þjónusta er bókuð hjá þjónustuveri Icelandair í síma 50 50 100.

Þegar bókuð er gisting á Radisson Blu og Park Inn hótelunum fá korthafar senda staðfestingu í tölvupósti sem framvísa þarf við innritun á hótel. En þegar bókað er á Radisson Hotels and Resorts í Bandaríkjunum er korthöfum send þjónustubeiðni í ábyrgðarpósti.

Þarf að lágmarki vikufyrirvara ef senda á innan Íslands en 10 daga fyrirvara til Evrópu. Ef senda á þjónustubeiðni til USA tekur það 18-21 dag. Ef korthafi getur sótt þjónustubeiðnina sjálfur í aðalskrifstofu Icelandair er fyrirvarinn þrír dagar.  

Icelandair Saga Club ber enga ábyrgð á því hvort korthafi fái gistingu á þeim dögum eða hótelum sem óskað er eftir.