check in herferð car

Akstur fyrir Saga Gold félaga

Saga Gold félagar fá akstur til og frá Keflavíkurflugvelli í tengslum við áætlunarflug Icelandair. Frá og með 1. maí 2017 er verð fyrir aksturþjónustuna aðeins 4.900 krónur hvora leið. 

Þetta er það sem þú þarft að vita

  1. Greitt er 4.900 krónur fyrir akstur hvora leið. Þegar maki ferðast einn greiðir hann sömu upphæð. Þegar maki ferðast með aðalkorthafa greiðir hann aðeins 2.500 krónur. Ef aðal- og makakorthafi ferðast saman þurfa þau að vera að ferðast til og frá sama heimilisfangi.
  2. Börn yngri en 12 ára ferðast frítt með. Börn tólf ára og eldri greiða sama gjald og maki eða 2.500 krónur.
  3. Akstursþjónusta er pöntuð í síma 420-1212 eða 520-1212 í síðasta lagi kvöldið fyrir brottför, bæði til og frá Keflavíkurflugvelli.
  4. A-Stöðin annast akstursþjónustu fyrir Icelandair. Afgreiðslutíminn er allan sólarhringinn. A-Stöðin lætur vita u.þ.b 30 mín. fyrir komu bíls.
  5. Um er að ræða akstur innan höfuðborgarsvæðisins.

Ef tveir Saga Gold farþegar ferðast saman greiða þeir samtals 9.800 krónur fyrir aksturinn hvora leið. Akstursþjónusta gildir eingöngu fyrir Saga Gold korthafa og óheimilt er að taka aðra gesti með í bílinn sem ekki eru Saga Gold korthafar. Nauðsynlegt er að framvísa gildu Saga Gold korti til að njóta afsláttarins.


Ef áætlaður brottfarartími breytist eru félagar látnir vita eins fjótt og mögulegt er.
Nánari upplýsingar um A-Stöðina eru á www.airporttaxi.is