keflavik airplane

Gullkorthafar hafa aðgang að skammtíma brottfararbílastæðum við Leifsstöð (P1) án endurgjalds í 7 daga gegn framvísun Saga Gold kortsins síns. 

Svona notar þú stæðin:

  • Við komu er hliðið opnað með því að setja Saga Gold kortið í miðalesara sem merktur er Saga Gold kort.
  • Við brottför er Saga Gold kortið aftur sett í miðalesarann sem merktur er Saga Gold kort og hliðið opnast.

Gott að hafa í huga:

  • Til að nota stæðin þarf viðkomandi að vera að ferðast með áætlunarflugi Icelandair.
  • Nota verður sama Saga Gold kort við komu og brottför af stæði.
  • Félagar geta verið með bíl sinn endurgjaldslaust í 7 daga á skammtímastæði.
  • Airport Parking rukkar 2.200 krónur fyrir hvern dag umfram 7 dagana.
  • Icelandair tryggir bílinn fyrir tjóni sem hugsanlega hlýst af þeirra völdum en ekki fyrir þjófnaði eða tjóni sem aðrir valda.
  • Ef félagi lendir í vandræðum við að komast inn á stæðið með því að nota Saga Gold kortið sitt ráðleggjum við viðkomandi að taka miða. Við komu til landsins aftur er nauðsynlegt að félagi hafi samband við þjónustuborð Airport Parking áður en farið er í bílinn. Þjónustuborðið er staðsett til vinstri eftir að komið er út úr komusal. Símanúmer þeirra er 425-6400.