keflavik airplane

Gullkorthafar hafa  aðgang að skammtíma brottfararbílastæðum við Leifsstöð (P1) án endurgjalds í 7 daga gegn framvísun Saga Gold kortsins síns. 

Svona notar þú stæðin

  • Við komu er hliðið opnað með því að setja Saga Gold kortið í kortalesara við komuhlið.
  • Við brottför er Saga Gold kortið aftur sett í kortalesarann og hliðið opnast

Gott að hafa í huga

  • Til að nota stæðin þarf viðkomandi að vera að ferðast með áætlunarflugi Icelandair.
  • Félagar geta verið með bíl sinn endurgjaldslaust í allt að 7 daga á skammtímastæði.
  • KEF Parking rukkar 2.200 krónur fyrir hvern dag umfram 7 dagana.
  • Icelandair tryggir bílinn fyrir tjóni sem hugsanlega hlýst af þeirra völdum en ekki fyrir þjófnaði eða tjóni sem aðrir valda.