Icelandair-onboard (54).jpg

Handhöfum Saga Silver kortsins býðst frí uppfærsla á Economy Comfort eða Saga Class þegar því verður við komið einu sinni á gildistíma kortsins.

Mikilvægt að hafa í huga

  • Bóka þarf uppfærsluna hjá sölumanni Icelandair með minnst 24 klukkutíma fyrirvara.
  • Hægt er að bóka uppfærslu á flug til og frá Íslandi eða á milli  Evrópu og Norður Ameríku ef bókun er í sama farmiða.
  • Korthafi getur valið um að uppfæra bókun báðar leiðir eða skipta uppfærslunni niður í tvær annarra leiða uppfærslu. 
  • Farseðillinn er færður upp á næsta farrými fyrir ofan.
  • Uppfæra má öll skráð fargjöld Icelandair, sem eru gefin út á Icelandair farseðli.
  • Einnig er heimilt að uppfæra Vildarmiða.
  • Handhafi Saga Silver makakorts nýtur einnig þessara fríðinda.
  • Hvorki er hægt að uppfæra Saga Silver korthafa við brottfararhlið né um borð.
  • Vinsamlegast athugið að Saga Silver fríðindi eiga eingöngu við þegar ferðast er með áætlunarflugi Icelandair á FI flugnúmeri, ekki ef ferðast er á SK, AY eða B6 flugnúmerum í áætlunarflugi Icelandair.
  • Þegar uppfært er á milli farrýma nýtur þú þess þjónustuauka sem farrýmið sem uppfært er á hefur upp á að bjóða. Þeir skilmálar sem gilda um fargjaldið sem greitt var fyrir upphafalega haldast óbreyttir. Punktasöfnun miðast einnig við það fargjald.