car rental

Bílahótel, þjónusta við Leifsstöð

Saga Silver félögum býðst þjónusta hjá Bílahóteli á sérkjörum þegar flogið er með áætlunarflugi Icelandair. 

Bílahótel ehf., býður félögum í  Saga Silver sérkjör á tjöruþvotti, handbóni og hreinsun innan á bílum þeirra ásamt geymslu í þrjá daga. Fyrir þessa þjónustu greiðir korthafinn 17.900 kr óháð bílastærð.  Fyrir hvern umframdag greiðir korthafi 900 kr.

Fylla þarf út þjónustubeiðni sem liggur frammi við inngang Leifsstöðvar eða á http://www.bilahotel.is/

Bílahótel ehf. tryggir bifreiðar fyrir tjóni er hugsanlega hlýst af þeirra völdum, en ekki fyrir tjóni eða tjónum sem aðrir geta valdið. Undanskilið er vélar og rafbúnaður. Fylla þarf út þjónustubeiðni sem liggur frammi við inngang Leifsstöðvar eða á http://www.bilahotel.is/.

Ennfremur er boðið upp á alla viðhaldsþjónustu í samstarfi við löggild verkstæði.

Starfsmaður Bílahótels sækir bílinn og sér til þess að hann bíði tilbúinn fyrir utan flugstöðina við heimkomu. Afhending lykla við heimkomu, aðstaða er á vinstri hönd þegar komið er út úr tollinum, þar sem svæði Bílaleiganna er. Þar hefur lyklunum ásamt miða til að fara útaf stæði verið komið fyrir í lyklaboxi. Lykiltölur að boxinu hafa þá verið sendar með SMS í síma þjónustukaupa. Bíll eiganda bíður á skammtímastæði næst komusal merkt Bílahótel. Bílastæðin eru staðsett ca. 80 metra frá útgöngudyr, hjá rútustæðunum.

Vildarpunktar ávinnast ekki þegar þessi sérþjónusta er notuð.

Kynntu þér bílahótelið hér.

Bílahótel ehf.
þjónusta við Leifsstöð
Sími:  421-5566
Netfang:  bill@bilahotel.is
Vefsíða:  http://www.bilahotel.is/