Ísland fer á HM í Rússlandi 2018

Framundan er stærsta mót sem íslenskt karlalandslið í knattspyrnu hefur tekið þátt í, HM í Rússlandi. Nú er ljóst að Íslendingar munu leika í D-riðli og mæta Argentínumönnum í Moskvu, 16. júní, Nígeríu í Volgograd, 22. júní, og Króatíu í Rostov við Don, þann 26. júní.

Okkur er það sannur heiður að fljúga með þessa framúrskarandi fulltrúa okkar Íslendinga til keppni við bestu knattspyrnuþjóðir heims.

Icelandair flýgur beint á alla leikstaði Íslands á HM í Rússlandi í sumar

Við ætlum að fljúga að minnsta kosti eitt flug til hverrar þeirra þriggja borga í Rússlandi þar sem leikir Íslands fara fram. Innifalið í pakkanum verður flug, hótelgisting og íslensk fararstjórn. Flogið verður frá Íslandi daginn fyrir leik og til baka daginn eftir leik.

Hægt er að bóka pakka hér:


Athugið að miðar á leikinn eru ekki innifaldir í pakkanum, en þeir eru eingöngu fáanlegir á heimasíðu Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Nánari upplýsingar um miðakaup er að finna á opinberri vefsíðu heimsmeistaramótsins.

Einstaklingar sem skráðu sig fyrir fregnum af pakkaferðum fá tilkynningu tölvupósti um leið og pakkarnir verða aðgengilegir.

Viltu vinna ferð fyrir tvo?

6. desember síðastliðinn drógum við í HM-leiknum okkar. Þátttakan fór fram úr björtustu vonum og við þökkum öllum sem tóku þátt. Vinningshafinn hefur þegar fengið fréttirnar, en þar sem hann hyggst gefa vinninginn í jólagjöf kemur hann ekki fram undir nafni að svo stöddu – það er sannarlega sælla að gefa en þiggja. Óskum við honum og hans til hamingju.

Við erum öll í sama liði. Áfram Ísland!

Leikmannahópurinn

Nr Nafn Fæddur Tímabil Leikir Mörk Lið
1 Hannes Þór Halldórsson 1984 2011-2017 48 FC Randers
12 Ögmundur Kristinsson 1989 2014-2017 15 Excelsior
13 Rúnar Alex Rúnarsson 1995 2017 1 FC Nordsjælland
2 Birkir Már Sævarsson 1984 2007-2017 76 1 Hammarby
6 Ragnar Sigurðsson 1986 2007-2017 74 3 Rubin Kazan
14 Kári Árnason 1982 2005-2017 64 4 Aberdeen F.C.
23 Ari Freyr Skúlason 1987 2009-2017 52 Lokeren
3 Jón Guðni Fjóluson 1989 2010-2017 11 IFK Norrköping
5 Sverrir Ingi Ingason 1993 2014-2017 16 3 FC Rostov
18 Hörður Björgvin Magnússon 1993 2014-2017 15 2 Bristol City
17 Aron Einar Gunnarsson 1989 2008-2017 76 2 Cardiff City FC
20 Emil Hallfreðsson 1984 2005-2017 61 1 Udinese Calcio
8 Birkir Bjarnason 1988 2010-2017 63 9 Aston Villa
7 Jóhann Berg Guðmundsson 1990 2008-2017 63 7 Burnley F.C.
10 Gylfi Þór Sigurðsson 1989 2010-2017 55 18 Everton F.C.
19 Rúrik Gíslason 1988 2009-2017 43 3 FC Nürnberg
15 Rúnar Már Sigurjónsson 1990 2012-2017 15 1 Grasshopper Club Zürich
21 Arnór Ingvi Traustason 1993 2015-2017 135 5 AEK Athens
16 Ólafur Ingi Skúlason 1983 2003-2017 32 1 Karabükspor
4 Kjartan Henry Finnbogason 1986 2011-2017 9 2 AC Horsens
9 Viðar Örn Kjartansson 1990 2010-2017 16 2 Maccabi Tel Aviv
11 Alfreð Finnbogason 1989 2010-2017 45 11 FC Augsburg
22 Jón Daði Böðvarsson 1992 2012-2017 36 2 Reading F.C.

Þjálfari:
Heimir Hallgrímsson
Hótel

Hótel

Vantar þig hótelgistingu fyrir ferðina? Skoðaðu mikið úrval gistimöguleika og finndu hina fullkomnu gistingu.

Bílaleigubílar

Bílaleigubílar

Safnaðu Vildarpunktum fyrir hvern leigðan bíl. Meira en 783 fyrirtæki í 169 löndum. Ókeypis afpantanir og breytingar.